Málsnúmer 1709030

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 11. fundur - 14.09.2017

Myndir, filmur, videoefni og fleira frá Bæring Cecilssyni, sem er í varðveislu Grundarfjarðarbæjar, er geymt í lítilli skrifstofukompu í Sögumiðstöðinni. Þar er nánast ómögulegt að komast að efninu auk þess sem það fer ekki vel um það.
Lagt er til að efnið verði fært út úr Sögumiðstöðinni sem fyrst og varðveitt að Grundargötu 30, eða annars staðar þar sem betur fer um það og það er aðgengilegt á öllum tímum.

Menningarnefnd - 19. fundur - 22.11.2018

Rætt um ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar og að ná þurfi utan um stöðu á þeirri vinnu sem búið er að leggja í safnið. Það sé nauðsynlegt til að ákveða hvernig staðið skuli að frekari varðveislu og vinnu með myndir safnsins. Nefndin telur mikilvægt að verðmætin sem felast í myndasafni Bærings verði gerð aðgengilegri og fólk fái að njóta þeirra. Talsverða vinnu þurfi að leggja í safnið og leggur nefndin til að sú vinna fari af stað sem fyrst.

Menningarnefnd - 20. fundur - 18.01.2019

Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um að mikilvægt væri að ná utan um það hvað fælist í safni Bærings. Bæjarstjóri fól Sunnu Njálsdóttur, forstm. Bókasafns, að taka saman yfirlit um það efni sem safn Bærings inniheldur. Gögn frá Sunnu voru lögð fram á fundinum.
Nefndin fór yfir og ræddi um yfirlitið. Nefndin fagnar fram komnu yfirliti og þakkar fyrir það. Yfirlitið nýtist nefndinni og öðrum til að ná yfirsýn yfir efni Bæringssafnsins og við að greina brýnustu viðfangsefnin. Nefndin mun vinna með þetta áfram og nýta, til að ákveða næstu skref við að gera ljósmyndir Bærings aðgengilegar almenningi.