Málsnúmer 1710013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lagt fram erindi Ungmennafélags Grundarfjarðar (UMFG) þar sem óskað er eftir samvinnu við Grundarfjarðarbæ um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í bænum. Í erindinu kemur m.a. fram hugmynd um kaup á tilteknu húsnæði sem stórbæta myndi íþróttaaðstöðu í bænum.

Bæjarráð leggur til að skipaður verði starfshópur sem skoða muni möguleika og kostnað við slíka uppbyggingu. Í starfshópnum verði einn fulltrúi frá UMFG og tveir fulltrúar bæjarráðs, ásamt bæjarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 507. fundur - 21.11.2017

Lagt fram bréf bæjarins til Ungmennafélags Grundarfjarðar frá 16. okt. sl., þar sem tilkynnt er að bæjarráð hafi lagt til að skipaður verði sérstakur starfshópur sem skoða muni möguleika og kostnað við uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í bænum m.a. með hugsanlegum kaupum á húsnæði fyrir starfsemina. Í þessu sambandi var sérstaklega nefnd saltgeymsla, sem stendur við Norðurbakka D.
Gerð grein fyrir því að rætt hefur verið við eigendur skemmunnar um hugsanleg kaup á henni og hvernig unnt væri að nálgast þau mál.
Ennfremur lagt fram yfirlit yfir fasteignamat og brunabótamat á húsnæðinu. Jafnframt var á fundinum kynnt gróf áætlun yfir framkvæmdakostnað við lagfæringar á húsnæðinu, sem þyrfti að gera til þess að koma því í það ástand að það nýttist vel til iðkunnar af ýmsu tagi.

Lagt er til að fela starfshópnum að vinna áfram að framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 209. fundur - 14.12.2017

Hugmyndir hafa verið uppi um að skoða kaup á saltgeymslu Saltkaupa, sem staðsett er að Norðurbakka D. Gerð grein fyrir málinu, en sérstakur starfshópur hefur unnið að skoðun málsins. Skoðaðir hafa verið kostir og gallar við kaupin með tilliti til þess að húsið yrði notað sem æfingahús fyrir íþróttir.

Rætt um verð á húsi, aðgerðir og framkvæmdir sem nauðsynlegt er að vinna, ef skrefið yrði stigið. Óskað hefur verið eftir áliti Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á því hvað þurfi að vera til staðar skv. reglugerðum um heilbrigðiseftirlit.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn felur starfshópnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum, s.s. með öflun frekari gagna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 211. fundur - 08.02.2018

Lagt fram kauptilboð sem Grundarfjarðarbær og Ungmennafélag Grundarfjarðar hafa gert í vörugeymslu að Norðurbakka B, Grundarfirði. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um fjármögnun og samþykki bæjarstjórnar og stjórnar UMFG.

Tilboðinu hefur verið hafnað.

Til máls tóku EG, ÞS, HK og RG.

Bæjarráði falið að skoða málið nánar.

Samþykkt samhljóða.