Málsnúmer 1710015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2018. Skv. henni hækka fasteignagjöld í heild sinni um 6,6% milli áranna 2017 og 2018.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2017 og 2018.

Bæjarráð - 505. fundur - 12.10.2017

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri álagningu fasteignagjalda.

Vísað er til afgreiðslu 504. fundar bæjarráðs þar sem tillögunni er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að álagningarprósenta fasteignagjalda 2018 verði óbreytt frá fyrra ári.

Samþykkt samhljóða.