Málsnúmer 1710017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lagt fram yfirlit yfir þjónustugjaldskrár helstu stofnana bæjarins. Rætt um tillögugerð fyrir gjaldskrárbreytingar milli áranna 2017 og 2018.

Áframhaldandi vinnu við gjaldskrár vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 505. fundur - 12.10.2017

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám.

Eftir yfirferð á þjónustugjaldskrám eru tillögurnar samþykktar og vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Lagt fram yfirlit þar sem fram kemur samanburður á helstu þjónustugjaldskrám 2017 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga. Um þjónustugjaldskrár næsta árs hefur þegar verið fjallað á fundum bæjarráðs.

Til máls tóku EG og RG.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða.