Málsnúmer 1710037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 506. fundur - 26.10.2017

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2018.

Bæjarráð vísar yfirliti með tillögum um styrkveitingar til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir næsta árs, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tóku EG, HK, RG og ÞS.

Eftir umræður felur bæjarstjórn bæjarráði að endurskoða styrkveitingar ársins 2018.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 507. fundur - 21.11.2017

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2018, sem bæjarstjórn vísaði til endanlegrar tillögugerðar í bæjarráði á fundi sínum 1. nóv. sl.
Farið var yfir styrkumsóknir og gerðar nokkrar breytingar.
Bæjarráð vísar tillögu um afgreiðslu styrkja með áorðnum breytingum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 209. fundur - 14.12.2017

Lagðar fram og kynntar styrkumsóknir og afgreiðsla bæjarráðs á þeim.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.