Málsnúmer 1801045

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 12. fundur - 31.01.2018

Metþátttaka var í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 en þá var þemað "veður".
Ræddar ýmsar hugmyndir að þema fyrir árið 2018 og var ákveðið að hafa það "fuglar og dýr".

Menningarnefnd - 19. fundur - 22.11.2018

Ljósmyndir bárust frá 12 einstaklingum. Í dómnefnd sitja Unnur Birna Þórhallsdóttir formaður og Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir varaformaður menningarnefndar, auk Tómasar Freys Kristjánssonar. Nefndin mun ljúka störfum sínum á næstu dögum. Tilkynnt verður um úrslit í samkeppninni á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 2. desember nk.

Menningarnefnd - 20. fundur - 18.01.2019

Á aðventudegi Kvenfélagsins þann 2. des. sl. voru afhent verðlaun fyrir bestu ljósmyndir í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018. Fyrstu verðlaun hlaut Mateusz M., önnur og þriðju verðlaun hlaut Kristín Halla Haraldsdóttir.
Nefndin ræddi um reynslu af keppninni 2018 og að hverju þurfi að huga fyrir keppnina 2019.
- Ákveðið var á síðasta fundi að tímabil samkeppninnar væri 1. des. 2018 til 1. nóv. 2019.
- Þemað er "fegurð".
- Sömu skilmálar gildi og verið hefur, en áréttað verði að myndin sé tekin á umræddu tímabili og innan sveitarfélagsins.
- Nefndin mun skipa dómnefnd, sem kynnt verður snemma á árinu.
- Nauðsynlegt er að minna á keppnina reglulega yfir árið.
- 10 efstu myndirnar verða sýndar á aðventudeginum, þegar verðlaun verða veitt. Auk þess verði þær birtar á vef bæjarins.