Málsnúmer 1802038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 186. fundur - 01.03.2018

Fyrirspurn frá Gunnari Þorkelssyni varðandi Grundarfjarðarflugvöll

2. 1802038 - Grundarfjarðarflugvöllur-deiliskipulag

Skipulags- og umhverfisvernd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í deili skipulagsferli

Skipulags- og umhverfisnefnd - 192. fundur - 27.06.2018

Sótt er um byggingarleyfi fyrir bygginga 320 m2 flugskýlis við Grundarfjarðarflugvöll
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Unnur Þóra vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 193. fundur - 24.07.2018

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúa og þar sem ekki náðist að afla fullnægjandi upplýsinga um atriði sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 195. fundur - 15.08.2018

Lagt fram svarbréf til Skipulagsstofnunar við athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulags við flugvöll í Naustál.
Skipulags- og umhverfisnefnd m.t.t. umræðna á fundinum frestar afgreiðslu.

Nefndin vill bíða svars Skipulagsstofnunar og vinna að svari til landeiganda.

RK - Tók ekki afstöðu til afgreiðslu málsins.
UÞS - Hefur endurskoðað fyrri afstöðu sína til vanhæfis og vék ekki af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 196. fundur - 05.09.2018

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga Zeppilin arkitekta, dags. 13. ágúst 2008, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí og 17. ágúst 2018, bréf Zeppilin arkitekta, dags. 19. júlí 2018, minnisblað Alta 13. ágúst 2018, bréf Grundarfjarðarbæjar, dags. 14. ágúst og athugasemd landeiganda, dags. 15. júlí 2018.
Tillögu að deiliskipulagi hafnað með vísan til bréfa Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí og 17. ágúst. Embætti skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd landeiganda með vísan til þess.

Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við vinnu á endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir.