193. fundur 24. júlí 2018 kl. 17:00 - 21:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Grundarfjarðarflugvöllur-deiliskipulag

Málsnúmer 1802038Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúa og þar sem ekki náðist að afla fullnægjandi upplýsinga um atriði sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna.

2.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Hálsi

Málsnúmer 1803060Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Háls var auglýst þann 2. júní og var frestur til að gera athugasemdir til 16. júlí sl. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma er skipulags- og byggingarfulltrúa falið skv. 2. mgr. í gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð að senda breytingu á deiliskipulagi fyrir Háls til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

3.Grundargata 82 og 90 - Grenndarkynning

Málsnúmer 1805031Vakta málsnúmer

Tillaga að byggingum á lóðunum Grundargötu 82 og Grundargötu 90 hafa verið grenndarkynntar. Alls bárust 3 athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúa.

4.Umhverfisrölt

Málsnúmer 1806022Vakta málsnúmer

Farið var yfir umhverfisskýrslu, hún skoðuð og rædd.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar efti því að blóm verði sett í blómaker bæjarins og að passað verði uppá að nægilega margar ruslatunnur
verði til taks fyrir hátíðina okkar.

Einnig viljum við leggja til að verkefni vinnuskólans í framtíðinni verði skoðuð með tilliti til umhverfisskýrslu.

Vert er að kanna hvort hægt sé að koma á samstarfi við Skógræktarfélagið um umhirðu gróðurs á vegum bæjarins.

5.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018 - 2038

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Næstu skref og famvinda aðalskipulags rædd. Aðkallandi verkefni kynnt.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:00.