Málsnúmer 1803029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 510. fundur - 21.03.2018

Lagt fram bréf frá Landslögum dags. 7. mars sl. vegna athugasemda við breytingu á deiliskipulagi á Sólvallarreit. Bréfið er ritað fyrir hönd eiganda íbúðar að Nesvegi 13, fastanr. 211-5224.

Bæjarstjóra falið í samráði við lögmann bæjarins að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Borist hefur erindi frá Landslögum f.h. eiganda n.h. fasteignarinnar Nesvegar 13, þar sem óskað er eftir að bærinn leysi til sín eignina á fram settu matsverði. Framhald máls.
RG vék af fundi undir þessum lið.

Farið yfir mál varðandi fasteignina að Nesvegi 13, neðri hæð.

Til máls tóku JÓK, BP, BÁ, UÞS og SÞ.

Bæjarstjórn tekur að sinni ekki afstöðu til framlagðs erindis.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og leggja fram tillögu til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð - 532. fundur - 27.06.2019

Hér vék Rósa af fundi. Jósef tók sæti á fundinum og sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu máls vegna erindis frá Landslögum, lögmannsstofu, f.h. eiganda Nesvegar 13, neðri hæðar, í framhaldi af fyrri bókunum og vinnu í málinu.
G.Run. hf. hefur gert kauptilboð í eignina og hefur því verið tekið.
Verið er að ganga frá málslokum. Bæjastjóra falið umboð til að ljúka málinu í samræmi við umræður fundarins og greiðslu kostnaðar.

Samþykkt samhljóða.

Hér yfirgaf Jósef fundinn.
Rósa kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn fundarins.