Málsnúmer 1805008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 215. fundur - 08.05.2018

Menningar- og markaðsfulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn vísar starfslýsingu menningar- og markaðsfulltrúa til frekari úrvinnslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Menningar- og markaðsfulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu. bæjarstjórn vísaði málinu til vinnslu í bæjarráði.

Lögð fram samantekt um starfssvið menningar-og markaðsfulltrúa. Þar kemur vel fram í hverju helstu verkefni viðkomandi starfsmanns eru fólgin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra í samráði við formann bæjarráðs að yfirfara starfslýsingu starfsins í samræmi við umræður á fundinum..

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Starf menningar- og markaðsfulltrúa var auglýst laust til umsóknar 25. maí sl. Átta umsóknir bárust um starfið, en umsóknarfrestur rann út 10. júní sl.

Ný bæjarstjórn telur rétt að skoða betur starfslýsingu menningar- og markaðsfulltrúa og áherslur á verkefni sem hafa verið eða ættu að vera í verkahring menningar- og markaðsfulltrúa, áður en gengið verður frá ráðningu.

Bæjarstjórn frestar ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa um óákveðinn tíma og felur bæjarráði og bæjarstjóra í samvinnu við menningarnefnd að skoða hvort ástæða sé til að gera áherslubreytingar á starfinu. Bæjarráð geri tillögu þar að lútandi til bæjarstjórnar. Bæjarráð og bæjarstjóri hafa umboð til að koma verkefnum menningar- og markaðsfulltrúa, sem sinna þarf á næstunni, fyrir með öðrum hætti, tímabundið. Þeim er jafnframt veitt umboð til að ákveða hvernig staðið verði að afgreiðslu umsókna sem borist hafa og tilkynningu til umsækjanda, sem verði tilkynnt um þessa afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Bæjarstjórn samþykkti í júlí sl. að fresta ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa og móta betur starf/starfslýsingu þess starfsmanns.
Bæjarstjóri upplýsti nefndina um ákvörðun bæjarstjórnar og stöðu málsins.