Málsnúmer 1805009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 215. fundur - 08.05.2018

Lögð fram núgildandi samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar til umræðu.

Bæjarstjórn vísar samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar til vinnslu í bæjarráði, sem skilar tillögum til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Lagðar fram breytingartillögur á samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Eftir yfirferð og smávægilegar breytingar samþykkti bæjarráð fyrirliggjandi tillögur að breytingum að samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Tillögunum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 217. fundur - 07.06.2018

Teknar til síðari umræðu breytingatillögur á samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Til máls tóku EG og EBB.

Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkt samhljóða. Bæjarstjóra falið að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.