Málsnúmer 1805031

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 190. fundur - 22.05.2018

Almenna umhverfisþjónustan ehf leggur fram tillögu af húsum til bygginga á lóðunum Grundargötu 82 og 90
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við Almennu umhverfisþjónustuna ehf. að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 82 og 90.

Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og bendir á reglur um tímamörk.

Ólafur Tryggvason vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 193. fundur - 24.07.2018

Tillaga að byggingum á lóðunum Grundargötu 82 og Grundargötu 90 hafa verið grenndarkynntar. Alls bárust 3 athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúa.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 195. fundur - 15.08.2018

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 190 þann 22. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 82 og 90, þar sem lóðarhafi hyggst byggja fjórbýli.

Á kynningartíma bárust 3 athugasemdir.
Nefndin yfirfór athugasemdir m.t.t. kynningargagna og framkvæmdar á grenndarkynningu.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að grenndarkynningunni hafi verið ábótavant og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum.