190. fundur 22. maí 2018 kl. 17:00 - 22:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018 - 2038

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Farið yfir Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2018-2038, einnig drög að umhverfisskýrslu
Björg Ágústsdóttir fór yfir tillögu á vinnslustigi og umhverfisskýrslu. Matthildur Kr. Elmarsdóttir var með á símafundi.

Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Einnig samþykkir nefndin drög að umhverfisskýrslu sem lögð hefur verið fram.

Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að skipulagstillagan verði sett í kynningu, skv. 2.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Rósa Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir - mæting: 01:40

2.Tillaga að Deiliskipulagi- Kirkjufellsfoss

Málsnúmer 1803035Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Kirkjufellsfoss, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta
Kirkjufellsfoss
Skipulags- og umhverfisnefnd:

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Kirkjufellsfoss, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Tillagan er unnin í samstarfi við landeigendur jarðarinnar Kirkjufells. Í tillögunni felst nýtt bílastæði vestan við fossinn með nýrri tengingu við þjóðveginn ásamt áningar- og salernisaðstöðu. Gönguleiðir meðfram fossinum verða lagfærðar og sérstaklega er hugað að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum. Deiliskipulagið er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:1000 og greinargerð, dags. 18. 4.2018.

Lýsing fyrir verkefnið var kynnt frá 5.1.2018 til 1.2.2018 og í kjölfarið var tillaga að deiliskipulagi kynnt á vinnslustigi frá 14.3.2018 til og með 3.4.2018. Ábendingar bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð deiliskipulagstillögunnar.

Tillagan var auglýst 5.4.2018 á vef sveitarfélagsins, Fréttablaðinu og í svæðisbundnum fréttamiðli. Athugasemdafrestur var til 17.5.2018. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni dags. 18.4.2018 og Lögmönnum Höfðabakka, f.h. Sædísar Helgu Guðmundsdóttur dags. 23.4.2018. Misfórst að birta auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu en hún var birt 18.5.2018 með athugasemdafresti til 29.6. 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kirkjufellsfoss ásamt meðfylgjandi umsögn um athugasemdir, dags. 18.5.2018 og leggur til að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir athugasemdir sem hafa borist og tillögur að afgreiðslu þeirra, unnar eru af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 18. maí 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar, að höfðu samráði við Alta eftir samtal þeirra við Skipulagsstofnun vegna auglýsingaferlisins.

Þorsteinn Steinsson sat fundinn undir þessum lið.

3.Tillaga að Deiliskipulagi - Kolgrafafjörður

Málsnúmer 1803036Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir áfangastað við Kolgrafafjörð, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta.
Kolgrafafjörður
Skipulags- og umhverfisnefnd:

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir áfangastað við Kolgrafafjörð, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Tillagan er unnin í samstarfi við landeigendur. Í tillögunni felst að útbúa aðstöðu til að njóta útsýnis og náttúrulífs við vesturenda brúarinnar. Á áfangastað er gert ráð fyrir útsýnispalli á grjótvarnargarði, svæði til áningar ásamt salernisaðstöðu. Á áfangastað verða upplýsingaskilti um nánasta umhverfi, náttúru svæðisins og nærliggjandi þjónustu. Deiliskipulagið er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:1000 og greinargerð, dags. 18.4.2018.

Lýsing fyrir verkefnið var kynnt frá frá 3.11.-26.11.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð deiliskipulagstillögunnar. Tillaga að deiliskipulagi var kynnt á vinnslustigi frá 14.3.2018 til og með 3.4.2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar.

Tillagan var auglýst 5.4.2018 á vef sveitarfélagsins, Fréttablaðinu og með auglýsingu í svæðisbundnum fréttamiðli. Athugasemdafrestur var til og með 17.5.2018. Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Misfórst að birta auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu en hún var birt 18.5.2018 með athugasemdafresti til 29.6.2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð og leggur til að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar, að höfðu samráði við Alta eftir samtal þeirra við Skipulagsstofnun vegna auglýsingaferlisins.

Þorsteinn Steinsson sat fundinn undir þessum lið.

4.Grundargata 82/90. Tillaga af húsum til bygginga á lóðum Grundargötu 82 og 90

Málsnúmer 1805031Vakta málsnúmer

Almenna umhverfisþjónustan ehf leggur fram tillögu af húsum til bygginga á lóðunum Grundargötu 82 og 90
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við Almennu umhverfisþjónustuna ehf. að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 82 og 90.

Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og bendir á reglur um tímamörk.

Ólafur Tryggvason vék af fundi undir þessum lið.

5.Lagning á stofnlögn kalt vatn í Grundarfirði

Málsnúmer 1805033Vakta málsnúmer

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir leyfi Grundarfjarðarbæjar fyrir lagningu vatnslagnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir legu nýrrar vatnslagnar

6.Lóðaúthlutanir

Málsnúmer 1805037Vakta málsnúmer

Tímamörk á lóðaúthlutunum
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna lóðahöfum um tímamörk á þegar úthlutuðum lóðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar í samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fella úthlutun lóða úr gildi að liðnu einu ári frá úthlutun þeirra hafi framkvæmdir ekki hafist eða fullnægjandi gögn borist.

7.Sæból. Tillaga að afmörkun göngustíg í götu.

Málsnúmer 1805032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að hjólastíg/göngustíg við Sæból

Skipulags- og umhverfisnefnd list vel á tillöguna og leggur til að heildstæð vinna við hjólastíga verði unnin eftir að nýtt aðalskipulag tekur gildi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur einnig til gangbrautir bæði á móts við Sæból 16 og framan við Sæból 24.

Fundi slitið - kl. 22:00.