Málsnúmer 1806019

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Bæjarstjórn felur fastanefndum sveitarfélagsins að setja sér starfsáætlun og markmið. Jafnframt eru nefndirnar hvattar til þess að halda fundi reglulega á fyrirfram ákveðnum tímum. Skipulags- og umhverfisnefnd og skólanefnd fundi einu sinni í mánuði að jafnaði. Íþrótta- og æskulýðsnefnd og menningarnefnd haldi fundi á 6-8 vikna fresti að jafnaði.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 192. fundur - 27.06.2018


Lagt til að fundir nefndarinnar verði að jafnaði haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl 17:00

Íþrótta- og tómstundanefnd - 85. fundur - 10.09.2018

Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð. Fundartími verði á þriðjudögum kl. 16.30, en fundardagar verði ákveðnir fram í tímann af nefndinni.
Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 9. október kl. 16.30.

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er gert ráð fyrir að hún fundi að jafnaði einu sinni í mánuði.
Lagt er til að fundir nefndarinnar verði að jafnaði haldnir á mánudögum klukkan 16.30.
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 15. október.

Gestir

  • Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16.30.
Stefnt er að sérstökum vinnufundi vegna Rökkurdaga og fleiri mála í fyrstu viku október.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

Hafnarstjórn - 1. fundur - 24.09.2018

Umræða um fundartíma hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn mun ekki hafa fasta fundartíma, en mun funda eftir því sem viðfangsefni kalla á.