Bæjarstjórn felur fastanefndum sveitarfélagsins að setja sér starfsáætlun og markmið. Jafnframt eru nefndirnar hvattar til þess að halda fundi reglulega á fyrirfram ákveðnum tímum. Skipulags- og umhverfisnefnd og skólanefnd fundi einu sinni í mánuði að jafnaði. Íþrótta- og æskulýðsnefnd og menningarnefnd haldi fundi á 6-8 vikna fresti að jafnaði.
Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð. Fundartími verði á þriðjudögum kl. 16.30, en fundardagar verði ákveðnir fram í tímann af nefndinni. Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 9. október kl. 16.30.
Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16.30. Stefnt er að sérstökum vinnufundi vegna Rökkurdaga og fleiri mála í fyrstu viku október.
Samþykkt samhljóða.