Málsnúmer 1806029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 192. fundur - 27.06.2018

Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara
Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Unnur Þóra Sigurðardóttir, samþykkt samhljóða.
Varaformaður Vignir Smári Maríasson, samþykkt samhljóða.
Ritari - Skipulags-og byggingarfulltrúi, samþykkt samhljóða.

Erindisbréf kynnt fyrir fundarmönnum.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 85. fundur - 10.09.2018

Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Bjarni Einarsson
Varaformaður Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú bæjarstjóri.
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.

Samþykkt samhljóða.
Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
Rósa hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir hana heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
Nefndin mun á næsta fundi sínum fara yfir þau lög og reglur sem gilda um starfsemi sem undir nefndina heyrir. Sömuleiðis mun nefndin vinna að setningu markmiða fyrir málefni nefndarinnar, í samræmi við ákvæði í erindisbréfi.

Bæjarstjóri sagði frá skipun ungmennaráðs og að ætlunin væri að bjóða ungmennaráði að sækja ráðstefnu fyrir ungt folk í Mosfellsbæ í næstu viku.

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Formaður Sigríður G. Arnardóttir
Varaformaður Garðar Svansson
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, sem er bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
Sirrý sagði frá gögnum sem nefndin hefur haft aðgang að; lögum og reglum, leiðbeiningum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga o.fl.
Jósef hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir hana heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
Nefndin mun á næsta fundi sínum fara yfir þau lög og reglur sem gilda um starfsemi sem undir nefndina heyrir.

Gestir

  • Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi situr fundinn undir liðum 1, 2, 3 og 5, vegna tengingar við bæjarstjórn undir viðkomandi liðum.
Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Unnur Birna Þórhallsdóttir
Varaformaður Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú bæjarstjóri.


Samþykkt samhljóða.

Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
Rósa hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir nefndina heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
Nefndin mun á næstu fundum fara betur yfir verkefni og gögn sem undir nefndina heyra. Auk þess mun nefndin vinna að setningu markmiða fyrir málefni sem undir hana heyra, í samræmi við ákvæði í erindisbréfi.
Nefndin mun taka saman yfirlit yfir menningar- og félagsstarf í bæjarfélaginu, viðburði og hátíðir - til að fá betri yfirsýn yfir þetta.
Rætt um ljósmyndasamkeppnina sem er í gangi til 8. nóvember nk. Nefndin er reiðubúin að halda utan um framkvæmd þessarar keppni.
Ennfremur rætt um viðburði/hátíðarhöld vegna 1. des. 2018.



Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

Skólanefnd - 150. fundur - 09.10.2019

Garðar Svansson var kjörinn formaður nefndarinnar og Freydís Bjarnadóttir varaformaður.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Kosning formanns skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem Unnur Þóra Sigurðardóttir, fyrrum formaður, hefur sagt sig úr nefnd.
Nefndin leggur til að Bjarni Sigurbjörnsson verði formaður skipulags- og umhverfisnefndar og að Vignir Smári Maríasson verði varaformaður, samþykkt samhljóða.

Nýr formaður nefndar tekur við fundarstjórn.

Nýr formaður leggur það til að vinna í nánu samstarfi við varaformann, Vigni Smára og að þeir vinni í sameiningu við að þjóna embættinu. Samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd - 29. fundur - 15.09.2021

Fram fór kosning formanns í stað Eyglóar B. Jónsdóttur, sem er flutt úr sveitarfélaginu.

Lagt til að Sigurrós Sandra (Rósa) Bergvinsdóttir, varaformaður, verði formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Nefndarmenn færa Eygló þakkir fyrir samstarfið á vettvangi nefndarinnar.

Nýr varaformaður verði kosinn í nefndinni á næsta fundi þegar bæjarstjórn hefur kosið nýjan aðalmann sem nú vantar í nefndina.