Málsnúmer 1807025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Kynnt tillaga að söguskiltum um þróun byggðar í Grundarfirði, sem unnin hefur verið af Inga Hans Jónssyni í samvinnu við menningar- og markaðsfulltrúa. Jafnframt kynnt hugmynd að staðsetningu skiltanna.

Bæjarráð þakkar góða vinnu og vísar áframhaldandi vinnu til menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Á 515. fundi bæjarráðs var kynnt tillaga að söguskiltum um þróun byggðar í Grundarfirði, sem unnin hafði verið af Inga Hans Jónssyni í samvinnu við menningar- og markaðsfulltrúa. Jafnframt var kynnt hugmynd að staðsetningu skiltanna. Bæjarráð vísaði áframhaldandi vinnu til menningarnefndar.
Ný menningarnefnd fagnar þessu verkefni. Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og verkefnislýsingu/umsókn vegna verkefnisins. Nefndin mun afla sér frekari upplýsinga og tekur málið fyrir sem fyrst.

Menningarnefnd - 21. fundur - 28.05.2019

Vísað í fyrri umræður nefndarinnar um málið.
Unnur Birna og Sigurrós Sandra eru tilnefndar af hálfu menningarnefndar til að fylgja málinu eftir.

Menningarnefnd - 22. fundur - 20.06.2019

Framhald fyrri umræðu. Sigurrós Sandra og Unnur Birna hafa skoðað gögn málsins.

Grundarfjarðarbær fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, út á hluta þeirrar umsóknar sem sótt var um til sjóðsins. Umsókn gerði ráð fyrir 5 skiltum, hönnun, prentun og uppsetningu þeirra. Styrkur fékkst uppá 400.000 kr. Samið var við sjóðinn um að minnka umfang verkefnisins frá umsókn, í samræmi við styrkveitinguna. Styrkurinn er miðaður við hönnun skilta og skiltastefnu fyrir Snæfellsnes, í samvinnu við Svæðisgarðinn. Hönnuð voru þrjú söguskilti á árinu 2018. Skiltastefna liggur fyrir.

Hér þurfti Björg að yfirgefa fundinn.


Nefndin telur að stytta ætti texta á skiltum, m.v. framkomna hugmynd, og óskar eftir nánari útfærslu til skoðunar.

Styrkurinn sem fékkst 2018 er þegar fullnýttur og ekki fékkst styrkur í ár til áframhaldandi vinnu og uppsetningar skilta. Nefndin hyggst vinna áfram að þessu máli og skoða betur.

Menningarnefnd - 23. fundur - 04.07.2019

Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
Rætt var um söguskilti, verkefni sem unnið var á síðasta ári. Unnur Birna og Sigurrós Sandra höfðu kynnt sér gögn málsins. Hluti verkefnisins var að vinna samræmda skiltastefnu í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes.
Samþykkt að leita upplýsinga hjá framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins um niðurstöðu þess hluta verkefnisins, áður en lengra er haldið.