23. fundur 04. júlí 2019 kl. 09:00 - 12:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Birna Þórhallsdóttir (UBÞ) formaður
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB)
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir (SKÓ)
  • Tómas Logi Hallgrímsson (TLH)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Svæði í Torfabót fyrir listaverk ofl.

Málsnúmer 1907026Vakta málsnúmer

Eygló B. Jónsdóttir fulltrúi í menningarnefnd var í sambandi inná fundinn gegnum síma undir þessum lið, en hún hafði setið fund með Lúðvík þann 28. júní sl.

Rætt var um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar, Listons, um að fá afmarkað svæði í Torfabót undir listaverk og fleira, sbr. viðræður af hálfu bæjarins við hann. Torfabótin er opið útivistarsvæði og listaverkin yrðu þá sett niður með það í huga.

Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndum Lúðvíks um að hann fái að setja niður verk sín á umræddu svæði, en telur rétt að skilmálar þar að lútandi séu skýrir. Nefndin mun leggja til við skipulags- og umhverfisnefnd að nefndin fjalli um hugmyndir Lúðvíks og heimili að hann fái að setja listaverk þar niður, í samráði við bæinn.

Samþykkt samhljóða.


Gestir

  • Eygló B. Jónsdóttir, fulltrúi í menningarnefnd

2.Söguskilti, tillaga

Málsnúmer 1807025Vakta málsnúmer

Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
Rætt var um söguskilti, verkefni sem unnið var á síðasta ári. Unnur Birna og Sigurrós Sandra höfðu kynnt sér gögn málsins. Hluti verkefnisins var að vinna samræmda skiltastefnu í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes.
Samþykkt að leita upplýsinga hjá framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins um niðurstöðu þess hluta verkefnisins, áður en lengra er haldið.


3.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Umræða um að endurvekja grasrótarstarf v. félagastarfsemi.
Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um hvernig virkja mætti grasrótina og efla enn frekar menningarstarf, ekki síst tengt sögu svæðisins.

Nefndin bauð gestum fundarins til viðræðna um þetta viðfangsefni, vegna áhuga þeirra á að endurvekja starf á grunni félagasamtaka sem áður hafa starfað að menningar- og sögutengdum verkefnum svæðisins.

Áhugi er á því að byggja upp öflugt grasrótarstarf á grunni starfsemi sem áður var haldið úti, þannig að heimamenn og brottfluttir Grundfirðingar myndu leggja saman krafta sína. Vísað er í starf Eyrbyggja-hollvinasamtaka, sem legið hefur niðri um skeið, Átthagafélagsins, sem gengist hefur fyrir ýmsu félagsstarfi, m.a. sólarkaffi Grundfirðinga á höfuðborgarsvæðinu og starfsemi á grunni Sögumiðstöðvarinnar á árum áður.
Rætt var um möguleika á samstarfi í menningarstarfi, einkum sögutengdu starfi, sem gæti farið fram í einum samtökum eða félagi, sem sameinaði krafta heimamanna og brottfluttra. Einnig rætt um aðferð við að koma slíku starfi af stað og halda félag utan um það.

Samþykkt var að boða til stofnfundar slíks félags í tengslum við hátíðina Á góðri stund í lok júlí nk.
Unnur Birna, Sigurrós Sandra, Gísli Karel og Ingi Hans, auk bæjarstjóra, munu undirbúa "ramma" fyrir slíkan stofnfund.

Gestir

  • Ingi Hans Jónsson
  • Gísli Karel Halldórsson
Gengið var frá fundargerð í framhaldi af fundi og hún undirrituð síðar.

Fundi slitið - kl. 12:15.