Málsnúmer 1809051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Farið yfir gjaldskrár og lagðar línur að breytingum á þeim. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 520. fundur - 24.10.2018

Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.

Eftir yfirferð á gjaldskránum er þeim vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 521. fundur - 01.11.2018

Farið yfir þjónustugjaldskrár sem vísað er til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 222. fundur - 12.11.2018

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2018 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2019, með áorðnum breytingum, en vísar gjaldskrám vegna útleigu húsnæðis til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 223. fundur - 13.12.2018

Gjaldskár fyrir útleigu húsnæðis til afgreiðslu.
Allir tóku til máls.

Lagðar fram tillögur um breytingar á gjaldskrám vegna útleigu húsnæðis, þ.e. samkomuhús, Sögumiðstöð og grunnskóli. Breytingarnar fela í sér aðlögun að raunverulegri notkun húsanna og einföldun á gjaldskrám. Leiga samkomuhúss fyrir dansleiki er t.d. lækkuð talsvert.

Gjaldskrár samþykktar samhljóða. Aðrar gjaldskrár voru samþykktar á síðasta fundi.