521. fundur 01. nóvember 2018 kl. 17:00 - 23:35 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskóla og Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri sátu fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskóla og Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri sátu fundinn undir þessum lið, í sitt hvoru lagi.

Farið yfir drög að launa- og rekstraráætlun 2019. Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1809051Vakta málsnúmer

Farið yfir þjónustugjaldskrár sem vísað er til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2019

Málsnúmer 1810003Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir vegna ársins 2019 og vísað til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Leikskólinn - Beiðni um tímabundið viðbótarstöðugildi

Málsnúmer 1811003Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni leikskólastjóra um tímabundið viðbótarstöðugildi á leikskólanum vegna veikinda.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar bæjarráðs í samræmi við umræður fyrr á fundinum með leikskólastjóra.

Samþykkt samhljóða.

5.Umhverfisstofnun - Fundarboð og ársfundur

Málsnúmer 1810034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Umhverfisstofnunar um ársfund Umhverfisstofnunar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður 8. nóvember nk.

6.Velferðarráðuneytið - Ráðstefna um velferð á Hótel Hilton 7. og 8. nóvember

Málsnúmer 1810036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Motus ehf.- Dreifing á lykiltöluskýrslum 2018

Málsnúmer 1810037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Grundargata 30, húsaleigusamningur

Málsnúmer 1806038Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Ildi ehf. um skrifstofuaðstöðu að Grundargötu 30.

9.Grundargata 30, húsaleigusamningur

Málsnúmer 1810035Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Ríkeyju Konráðsdóttur og Aðalgeir Vignisson um skrifstofuaðstöðu að Grundargötu 30.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 23:35.