Málsnúmer 1901032

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 3. fundur - 23.01.2019

Lagt fram erindi SH 55 slf. um að felldir verði niður tveir reikningar vegna álagðra farþegagjalda á tvo útsýnisbáta fyrirtækisins á árinu 2018. Fyrirtækið telur að höfnin hafi ekki stoð í gjaldskrá sinni til gjaldtökunnar og hefur hafnað greiðslu reikninganna.
Bæjarstjóra falið að leggja frekari upplýsingar fyrir næsta fund hafnarstjórnar, í samræmi við umræður fundarins.

Hafnarstjórn - 4. fundur - 28.02.2019

Framhald máls frá síðasta fundi. Gögn frá lögmanni lögð fram á fundinum um ákvæði í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem hér ræðir um.
Fulltrúum í hafnarstjórn er veitt umboð milli funda, til að ljúka afgreiðslu málsins.

Hafnarstjórn - 5. fundur - 24.05.2019

Sagt var frá niðurstöðu í máli vegna innheimtu farþegagjalda, eftir samtal hafnarstjórnarfulltrúa við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sbr. fyrri umræðu í hafnarstjórn.