Málsnúmer 1902007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 201. fundur - 11.07.2019

Endurbætt lóðarblöð að Fellabrekku lögð fram til kynningar. Málið er í vinnslu í samvinnu við íbúa götunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 202. fundur - 29.07.2019

Lögð fram tillaga unnin af Verkís af uppfærðum lóðarblöðum af lóðunum við Fellabrekku 7-21. Lóðarblöðin hafa verið kynnt fyrir eigendum Fellabrekku 15-21 og voru unnin í samráði við þá.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð að Fellabrekku 7-21 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá útgáfu þeirra.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 204. fundur - 24.10.2019

Lögð fram til kynningar tillaga að útfærslu framkvæmdar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til, öryggisins vegna, að farið verði í framkvæmdir við Fellasneið ofan við Fellabrekku 7-21 sem allra fyrst.

Þuríður Gía Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð - 538. fundur - 30.10.2019


Lögð fram tillaga að útfærslu framkvæmdar sem lögð var fram til kynningar á 204. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 24. október sl.

Framkvæmdin felst í frágangi götu í Fellasneið ofan við lóðamörk Fellabrekku, þar sem hrunið hefur úr vegkanti. Auk þess í frágangi á stoðvegg og fallvörnum á sama stað.

Skipulags- og byggingafulltrúi kynnti gögn unnin af Verkís fyrir Grundarfjarðarbæ, hönnun og kostnaðaráætlun, og fór yfir útfærslu verksins.

Á fyrrgreindum fundi sínum lagði skipulags- og umhverfisnefnd til, öryggisins vegna, að farið yrði í þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Nefndin hafði áður samþykkt breytt lóðablöð fyrir lóðirnar Fellabrekku 7-21, eftir samráð við íbúa Fellabrekku 15-21.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fara í verkið í samræmi við það sem kynnt var og felur skipulags- og byggingafulltrúa og bæjarstjóra að afla tilboða í verðkönnun verksins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 210. fundur - 22.01.2020

Lögð fram til samþykktar uppfærð lóðarblöð að lóðunum Fellabrekka 7-21 með hnitum og hæðarsetningum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð.