201. fundur 11. júlí 2019 kl. 17:15 - 22:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Signý Gunnarsdóttir sat fundinn undir liðum 1-3.

1.Ásgeir Ragnarsson - Framkvæmdir á Sæbóli 20

Málsnúmer 1906012Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhús, steypa stétt og gera nýja girðingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Ragnar og Ásgeir ehf - Framkvæmdir á Sólvöllum 8

Málsnúmer 1906013Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að loka gluggum á atvinnuhúsnæði, breyta gluggum og fjarlægja kantstein framan við hús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Þorsteinn Björgvinsson - Hrannarstígur 1

Málsnúmer 1810027Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til þess að styrkja skjólvegg með sperrum. Einnig á að setja bárujárn að ofan til þess að framkvæmd falli betur að húsi. Fyrir liggur samþykki nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.



Hér yfirgaf Signý Gunnarsdóttir fundinn og Helena María Jónsdóttir tók sæti í hennar stað.


4.G.Run - Skýli fyrir tóm kör

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að byggja skýli (veggir á tvo vegu) fyrir fiskiskör norðan við nýtt fiskvinnsluhús, út við nýju götuna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

5.Grundarfjarðarbær - Nesvegur 19

Málsnúmer 1907022Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga utan og innan húss að Nesvegi 19. Það er að setja upp 48 m2 milliloft og glugga á efri hæð þar sem á að vera kaffistofa og geymsluloft. Á neðri hæð er gert ráð fyrir skrifstofu og salernisaðstöðu.
Einnig er sótt um leyfi til þess að setja innkeyrsluhurð að framanverðu, setja upp varmadælur og steypa vegg á lóðarmörkum Nesvegar 19 og 21.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

6.Grundarfjarðarbær - Leikskólinn Sólvellir

Málsnúmer 1907025Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda sumarsins á leikskólanum Sólvöllum.
Sótt er um leyfi til þess að setja upp pall, laga jarðveg og staðsetja nýjan geymsluskúr á leikskólalóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.


7.Grundarfjarðarbær - Grunnskóli og íþróttahús 2019

Málsnúmer 1907023Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda sumarsind á húsi grunnskólans og íþróttahúss.
Sótt er um leyfi til þess að laga þakkant, breyta og endurnýja glugga á ýmsum stöðum ásamt breytingu á múrklæðningu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

8.Fellabrekka 7-21

Málsnúmer 1902007Vakta málsnúmer

Endurbætt lóðarblöð að Fellabrekku lögð fram til kynningar. Málið er í vinnslu í samvinnu við íbúa götunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

9.Sigríður Elisdóttir - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1906014Vakta málsnúmer

Fyrirspurn um byggingarleyfi vegna byggingar sumarhúss í landi Mýrarhúsa.

Mýrarhús er deiliskipulagt sem frístundarbyggð í samræmi við núgildandi Aðalskipulag. Umræddur byggingarreitur er ekki skilgreindur á núgildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir umsækjanda á að breyta þurfi núgildandi deiliskipulagi.

10.Golfklúbburinn Vestarr - Beiðni um lækkun hraða við golfvöll

Málsnúmer 1907009Vakta málsnúmer

Beiðni um hraðalækkun við golfvöll í Suður-Bár.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir hraðalækkun í samræmi við framkomna ábendingu.

11.Árni Halldórsson - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1907014Vakta málsnúmer

Fyrirspurn vegna byggingar smáhýsis á lóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna málið betur í ljósi upplýsinga sem fram komu á fundinum.

12.Bjargarsteinn ehf. - Stöðuleyfi

Málsnúmer 1907024Vakta málsnúmer

Sótt er um stöðuleyfi fyrir matvagn á lóð Bjargarsteins.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.

13.Svæði í Torfabót fyrir listaverk ofl.

Málsnúmer 1907026Vakta málsnúmer

Menningarnefnd hefur eftir fund sinn þann 4. júlí sl. óskað eftir því við nefndina að tekið verði frá svæði í Torfabót fyrir útilistaverk ofl. eftir umræðu um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir nánari hugmyndum um útfærslu fyrir svæðið og vill í framhaldi koma á fundi með listamanninum.

14.Lúðvík Karlsson - staðsetning listaverks í landi Vindáss

Málsnúmer 1907027Vakta málsnúmer

Óskað er eftir áliti nefndar um uppsetningu listaverks í landi Vindáss. Meðfylgjandi er uppkast af fyrihuguðu listaverki.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið enda er fyrirhugað listaverk gert í samráði við landeiganda.

15.Norðurflug ehf. - Heimild til lendingar í þéttbýli

Málsnúmer 1907002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla til kynningar.
Lagt fram.

16.Umhverfisrölt 2019

Málsnúmer 1905027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt um umhverfisrölt 2019, sbr. einnig 2018.
Lagt fram til umræðu síðar.
Fundagerð lesin upp og samþykkt.

Fundagerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 22:00.