Málsnúmer 1902012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 198. fundur - 15.02.2019

Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga bæði utan- og innanhúss að Hlíðarvegi 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi til þess að rífa burt gamalt þakvirki af Hlíðarvegi 5 og byggja upp nýtt þak sem lyft væri upp um 45 cm.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum þar sem breyting telst ekki óveruleg, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr.112/2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu til aðliggjandi lóðarhafa að Hlíðarvegi 2, 3 og 9 og Grundargötu 7.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 223. fundur - 02.12.2020

Á 222. fundi nefndarinnar fól hún byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytingu á þaki sbr. 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar. Grenndarkynning stóð til 20. nóvember 2020 - engar athugasemdir bárust á umsagnartíma. Ein ábending barst.
Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynning send út 21. október og frestur til athugasemda var til 20. nóvember 2020 - engar athugasemdir bárust á umsagnartíma.

Byggingarfulltrúi gaf út byggingarleyfi að lokinni grenndarkynningu að höfðu samráði við skipulags- og umhverfisnefnd.

Byggingarleyfi staðfest.