Málsnúmer 1903011

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 89. fundur - 12.03.2019

Boðað hefur verið til árlegs samráðsfundar vinnuskóla sveitarfélaganna þann 27. mars nk. í Reykjavík. Á þeim tíma verður ekki búið að ráða umsjónarmann vinnuskóla bæjarins fyrir sumarið 2019, en skoðað verður hvort bærinn geti sent fulltrúa á fundinn.


Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019


Lagt fram til kynningar fundarboð á samráðsfund um vinnuskóla sveitarfélaga sem haldinn verður þann 27. mars nk.

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019


Lögð fram auglýsing og reglur Vinnuskóla Grundarfjarðar sumarið 2019. Vinnuskólinn verður starfræktur í fimm vikur og er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. grunnskóla. Umsóknareyðublöð munu liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofu.

Fram hafa komið fyrirspurnir frá foreldrum barna í 7. bekk grunnskólans um það hvort þeim aldurshópi sé boðið að sækja vinnuskóla í sumar. Lögð fram samantekt um áætlaðan kostnað.

Til máls tóku JÓK, HK, GS, SÞ, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að 7. bekk verði boðið að sækja um í vinnuskólanum.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 90. fundur - 20.05.2019

Gögn lögð fram til kynningar.
Vinnuskóli verður í 6 vikur sumarið 2019, vinnutími 6 tímar virka daga, en 5 tímar á föstudögum. Bæjarstjórn samþykkti að heimila 7. bekk að sækja vinnuskólann í 3 vikur sumarið 2019. Helga Sjöfn Ólafsdóttir verður umsjónarmaður vinnuskólans.


Íþrótta- og tómstundanefnd - 91. fundur - 28.08.2019

Helga Sjöfn Ólafsdóttir var gestur fundarins undir þessum lið, en hún var umsjónarmaður vinnuskólans í sumar.

Fyrir fundinum lá greinargerð umsjónarmanns vinnuskóla, þar sem gefið er yfirlit yfir starf sumarsins og helstu verkefni, auk þess sem settar eru fram hugleiðingar um það sem læra má af reynslunni og nota við skipulagningu næsta sumars.
Rætt var um reynsluna af vinnuskóla bæjarins 2019 og Helga sýndi glærur frá vinnu sumarsins.
Helgu var þakkað fyrir gott og metnaðarfullt starf og góða greinargerð sem nefndin mun styðjast við.