Málsnúmer 1903045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 530. fundur - 30.04.2019

Lögð fram til kynningar skjöl frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands, þar sem veittir hafa verið styrkir til verkefnanna: Útiljósmyndasýningar í Grundarfirði, Kvikmyndasafn Bærings - varðveisluátak og Ljósmyndasafn Bærings - varðveisluátak.

Menningarnefnd - 21. fundur - 28.05.2019

Lagðar fram til kynningar umsóknir Grundarfjarðarbæjar í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og úthlutanir sjóðsins á 3 styrkjum til bæjarins.
Farið yfir eftirfarandi:
a) Styrkur til útilistsýninga í Grundarfirði. Umsóknin gengur út á að útbúnir verði traustbyggðir standar fyrir ýmiss konar sýningar sem flakkað gætu á milli staða.
Nefndin tilnefnir Sigurborgu og Tómas til að halda utan um verkefnið og koma því í framkvæmd. Þau muni leita hugmynda frá áhugasömum, inní verkefnið.

b) Styrkir til ljósmynda- og kvikmyndasafns Bærings Cecilssonar.
Farið yfir umsóknir og næstu skref í að koma ljósmyndum og kvikmyndum í nýtilegt form.
Eygló Bára er tilnefnd af hálfu menningarnefndar til að vinna að næstu skrefum við skönnun ljósmynda.

Menningarnefnd - 22. fundur - 20.06.2019

a) Bæringsstofa - ljósmyndasafn: Eygló kannaði verð í skönnun á ljósmyndum safnsins, sbr. umræður á síðasta fundi. Hún gerði grein fyrir niðurstöðum úr þeirri könnun. Nefndin telur að taka eigi hagstæðasta tilboðinu, en það miðast við að skönnunin fari fram á rólegum tíma í september nk. Nefndin óskar eftir því að fá umboð bæjarráðs til að vinna að því að ljúka skönnun ljósmynda Bærings. Nefndin er tilbúin að vinna í málinu og vill fara að gera þetta klárt fyrir haustið.

b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Nefndin leggur til að leitað verði til Lavalands um hugmyndir og tilboð á þessu verki og útfærslu sýningarstands, í samræmi við það sem nefndin hefur í huga.
Nefndin óskar eftir því að útbúnir verði að lágmarki 3 standar til að byrja með, svo framarlega sem Grundarfjarðarbær muni taka þátt í þessu verkefni.

Menningarnefnd - 24. fundur - 17.09.2019

a) Bæringsstofa - ljósmyndasafn: Eygló - staða.

b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Tommi og Sigurborg - staða
Bæringsstofa - Ljósmyndasafn- Eygló er í samskiptum við Hans Petersen um skönnun mynda. Ljósmyndir eru á leið í skönnun og verið er að leita að betri tilboða vegna yfirfærslu myndbandsupptakna.

Sýningarstandur fyrir útilistasýningar - Tommi fór í skoðunarferð um suðurland til að afla sér upplýsinga.
Menningarnefnd lagði til að bærinn kynni sér verðtilboð og hugmyndir að hönnun hjá Lavaland. Tommi gengur í málið.