Málsnúmer 1905001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 26. apríl sl. vegna endurskoðunar á lokunarfyrirmælum urðunarstaða.

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Lögð fram til kynningar drög að eftirlitsskýrslu vegna aflagðs urðunarstaðar í Kolgrafafirði ásamt bréfi Umhverfisstofnunar og svarbréfi bæjarstjóra með athugasemdum um framangreind drög.

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 8. nóvember sl. ásamt skýrslu um lokunareftirlit á aflagðan urðunarstað Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og svara Umhverfisstofnun.

Bæjarráð - 547. fundur - 28.05.2020

Lagt fram til kynningar svar bæjarstjóra til Umhverfisstofnunar dags. 15. maí sl. ásamt greinargerð um áform vegna lokunarfyrirmæla.