Málsnúmer 1905008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019

Lögð fram tillaga Samstöðu um að boðið yrði upp á hafragraut að morgni í Grunnskóla Grundarfjarðar, nemendum að kostnaðarlausu. Jafnframt verði komið á ávaxtaáskrift. Kynnt gróf kostnaðaráætlun við breytingu á fyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að áskriftargjöld standi undir kostnaði við ávexti.

Til máls tóku JÓK, SÞ, HK, BÁ og UÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að boðið verði upp á hafragraut í Grunnskóla Grundarfjarðar frá hausti 2019 sem tilraunaverkefni til eins árs, sem og ávaxtaáskrift. Verkefnið yrði endurskoðað um áramót. Skólastjóra falin framkvæmd verkefnisins.

Skólanefnd - 148. fundur - 13.05.2019

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið.

Tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 9. maí sl. um frían morgunmat (hafragraut) og um ávaxtaáskrift í grunnskólanum. Samþykkt bæjarstjórnar var vísað til úrvinnslu hjá skólastjóra.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 542. fundur - 30.01.2020

Lagðir fram minnispunktar frá skólastjóra grunnskóla um framkvæmdina á haustönn varðandi hafragraut sem nemendum býðst á morgnana. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við morgunmatinn á haustönn og áætlun um kostnað við ávaxtaáskrift, sem til stendur að bjóða upp á.

Bæjarráð samþykkir að halda áfram að bjóða uppá hafragraut á vorönn. Auk þess er nú í undirbúningi að koma á ávaxtaáskrift. Bæjarráð samþykkir að gjald vegna hennar verði 3.400 kr. á mánuði. Gjald vegna ávaxtaáskriftar verði endurskoðað fyrir haustönn, að fenginni reynslu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Lögð fram uppfærð tillaga skólastjóra grunnskólans um gjald fyrir ávaxtaáskrift.

Lagt til að gjald fyrir ávaxtaáskrift verði 2.000 kr. á mánuði og verði endurskoðað fyrir haustönn, að fenginni reynslu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 554. fundur - 04.09.2020

Lögð fram ósk skólastjóra grunnskólans um að lækka mánaðarlega áskrift vegna ávaxta úr 2.000 kr. í 1.500 kr.

Samþykkt samhljóða.