554. fundur 04. september 2020 kl. 13:00 - 13:16 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Ölkelduvegur 3 - úthlutun

Málsnúmer 2009005Vakta málsnúmer

Íbúðin var auglýst til leigu og bárust þrjár umsóknir, en ein þeirra var dregin til baka.

Eftir yfirferð umsókna í samræmi við reglur um úthlutun leiguíbúða og matsviðmið vegna úthlutunar leiguíbúða, úthlutar bæjarráð Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúðinni.

Samþykkt samhljóða.

2.Ölkelduvegur 9, íbúð 102 - úthlutun

Málsnúmer 2008024Vakta málsnúmer

Íbúðin var auglýst til leigu og bárust tvær umsóknir.

Eftir yfirferð umsókna í samræmi við reglur um úthlutun leiguíbúða og matsviðmið vegna úthlutunar leiguíbúða, úthlutar bæjarráð Söru Wiktoria Komosa íbúðinni.

Samþykkt samhljóða.

3.Ávaxtaáskrift í grunnskóla - breyting á gjaldskrá

Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk skólastjóra grunnskólans um að lækka mánaðarlega áskrift vegna ávaxta úr 2.000 kr. í 1.500 kr.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:16.