Málsnúmer 1905025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 200. fundur - 16.05.2019

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi þar sem Rútuferðir ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir 2 gáma inná lóð sinni að Sólvöllum 5.

Lísa Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir 2 gáma á lóðinni að Sólvöllum 5 til 29.03.2020.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 215. fundur - 05.05.2020

Rútuferðir ehf. sækja um endurnýjun á stöðuleyfi gáma við Sólvelli 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun við fyrsta tækifæri.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 216. fundur - 27.05.2020

Rútuferðir ehf. sóttu um endurnýjun á stöðuleyfi vegna gáma á lóð þeirra sem nýttir eru sem móttaka og salernisaðstaða fyrir hópa.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði erindinu á 215. fundi sínum þann 5. maí 2020 og fól skipulags-og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun.

Byggingarfulltrúi fór þann 7. maí 2020 og leggur fram gögn vegna hennar.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu um stöðuleyfi.

Nefndin felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með umsóknaraðila um þá stöðu sem málið er komið í og mögulegar lausnir þess.