216. fundur 27. maí 2020 kl. 17:00 - 20:56 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður embættis skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Rekstrarleyfi Lárperla, Grundargata 78

Málsnúmer 2005027Vakta málsnúmer

Afgreiðsla byggingarfulltrúa - umsögn um umsókn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, íbúðir sem rekið er sem Lárperla slf., Grundargötu 78 n.h.
Skipulags og byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á tilgreindum stað, Lárperlu slf, að Grundargötu 78 n.h. vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II.
Í umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa voru ekki gerðar athugasemdir við beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis.

2.Rútuferðir ehf. - Umsókn um stöðuleyfi, Sólvellir 5

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Rútuferðir ehf. sóttu um endurnýjun á stöðuleyfi vegna gáma á lóð þeirra sem nýttir eru sem móttaka og salernisaðstaða fyrir hópa.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði erindinu á 215. fundi sínum þann 5. maí 2020 og fól skipulags-og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun.

Byggingarfulltrúi fór þann 7. maí 2020 og leggur fram gögn vegna hennar.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu um stöðuleyfi.

Nefndin felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með umsóknaraðila um þá stöðu sem málið er komið í og mögulegar lausnir þess.

3.Árni Halldórsson - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1907014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Árna Halldórssonar vegna niðurstöðu nefndar um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóð.

Við skoðun byggingarfulltrúa sem framkvæmd var þann 29.júlí 2019 kom í ljós að umrædd framkvæmd samrýmdist ekki reglum sem gilda um smáhýsi. Var lóðarhafa því veitt stöðuleyfi til eins árs, en farið fram á að umsókn um byggingarleyfi ásamt teikningum yrði skilað inn áður en stöðuleyfi félli úr gildi.

Í bréfi lóðarhafa, sem nú liggur fyrir nefndinni, færir hann rök fyrir því að hér sé um að ræða smáhýsi, í skilningi byggingarreglugerðar, gr. 2.3.5., sem sé því ekki byggingarleyfisskylt.

Byggingarfulltrúi fór í vettvangsskoðun þann 27. maí 2020. Í ljós kom að búið er að klæða útveggi og hækka lóðina.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á rök umsækjanda um að hér sé um smáhýsi að ræða sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og sé því ekki byggingarleyfisskyld.

Að öðru leyti vísar skipulags- og umhverfisnefnd erindinu til bæjarstjórnar.

Runólfur sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Lóðarblöð 2020

Málsnúmer 2004016Vakta málsnúmer

Lögð eru fram ný lóðarblöð til kynningar fyrir nefnd vegna enduruppmælingar lóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unninn af Verkís fyrir eftirfarandi lóðir :
Hellnafell 1, Fellabrekka 3, Fellabrekka 5, Ölkelduvegur 17, Ölkelduvegur 23 og Ölkelduvegur 29.

Byggingarfulltrúa er þó falið að skoða lóðarblöð og byggingarreiti nánar með tilliti til nærliggjandi lóða.

5.Bjargarsteinn - Stöðuleyfi 2020

Málsnúmer 2005034Vakta málsnúmer

Bjargarsteinn Mathús sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagn frá 1. júní 2020 til 15. september 2020. Matarvagninn verður staðsettur á miðbæjarreit við víkingaskálann.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi frá 1. júní til 15. september 2020 að uppfylltum skilyrðum.

6.Skotgrund - Tenging við Rarik

Málsnúmer 2005041Vakta málsnúmer

Skotfélag Snæfellsness sendir inn fyrirspurn um aðstöðu félagsins til að fá inn rafmagn á æfingasvæði félagsins í Kolgrafafirði.

Byggingarfulltrúi hefur að beiðni bæjarstjóra tekið að sér að skoða málið í samstarfi við Skotfélagið.

7.Sólvellir 6 - Fyrirspurn um ofanábyggingu

Málsnúmer 2005043Vakta málsnúmer

SV1 og synir ehf. leggja fram fyrirspurn vegna ofanábyggingar á bil sitt við Sólvelli 6.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið sbr. fyrri bókun á 200. fundi nefndar er varðaði fyrirspurn frá húsfélagi Sólvalla 6, en bendir á að fyrir svona umfangsmikla framkvæmd þarf að deiliskipuleggja.

8.Stöðuleyfi

Málsnúmer 1902034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að vinnureglum Grundarfjarðarbæjar um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra nánar vinnureglur um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni í Grundarfjarðarbæ, með stoð í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. lög um mannvirki.

9.Skil á lóð - Hellnafell 1

Málsnúmer 2002027Vakta málsnúmer

Davíð Magnússon skilar inn lóð sem hann hafði fengið útlutað að Hellnafelli 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir skil á lóðinni við Hellnafell 1 og er hún því laus til úthlutunar.

10.Ölkelduvegur 17 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2005039Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um lóðina Ölkelduveg 17.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Davíð Magnússyni lóðinni við Ölkelduveg 17.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 20:56.