Málsnúmer 1907014

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 201. fundur - 11.07.2019

Fyrirspurn vegna byggingar smáhýsis á lóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna málið betur í ljósi upplýsinga sem fram komu á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 202. fundur - 29.07.2019

Fyrir nefndinni liggur fyrirspurn frá Árna Halldórssyni vegna byggingar smáhýsis á lóð, en málinu var frestað á síðasta fundi.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umrædd framkvæmd samrýmist ekki reglum um smáhýsi, heldur heyrir undir byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til að hámarki eins árs og óskar eftir teikningum og umsókn um byggingarleyfi áður en stöðuleyfið er fallið úr gildi.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 216. fundur - 27.05.2020

Lagt fram erindi Árna Halldórssonar vegna niðurstöðu nefndar um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóð.

Við skoðun byggingarfulltrúa sem framkvæmd var þann 29.júlí 2019 kom í ljós að umrædd framkvæmd samrýmdist ekki reglum sem gilda um smáhýsi. Var lóðarhafa því veitt stöðuleyfi til eins árs, en farið fram á að umsókn um byggingarleyfi ásamt teikningum yrði skilað inn áður en stöðuleyfi félli úr gildi.

Í bréfi lóðarhafa, sem nú liggur fyrir nefndinni, færir hann rök fyrir því að hér sé um að ræða smáhýsi, í skilningi byggingarreglugerðar, gr. 2.3.5., sem sé því ekki byggingarleyfisskylt.

Byggingarfulltrúi fór í vettvangsskoðun þann 27. maí 2020. Í ljós kom að búið er að klæða útveggi og hækka lóðina.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á rök umsækjanda um að hér sé um smáhýsi að ræða sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð og sé því ekki byggingarleyfisskyld.

Að öðru leyti vísar skipulags- og umhverfisnefnd erindinu til bæjarstjórnar.

Runólfur sat hjá við afgreiðslu málsins.