Málsnúmer 1907026

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 23. fundur - 04.07.2019

Eygló B. Jónsdóttir fulltrúi í menningarnefnd var í sambandi inná fundinn gegnum síma undir þessum lið, en hún hafði setið fund með Lúðvík þann 28. júní sl.

Rætt var um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar, Listons, um að fá afmarkað svæði í Torfabót undir listaverk og fleira, sbr. viðræður af hálfu bæjarins við hann. Torfabótin er opið útivistarsvæði og listaverkin yrðu þá sett niður með það í huga.

Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndum Lúðvíks um að hann fái að setja niður verk sín á umræddu svæði, en telur rétt að skilmálar þar að lútandi séu skýrir. Nefndin mun leggja til við skipulags- og umhverfisnefnd að nefndin fjalli um hugmyndir Lúðvíks og heimili að hann fái að setja listaverk þar niður, í samráði við bæinn.

Samþykkt samhljóða.


Gestir

  • Eygló B. Jónsdóttir, fulltrúi í menningarnefnd

Skipulags- og umhverfisnefnd - 201. fundur - 11.07.2019

Menningarnefnd hefur eftir fund sinn þann 4. júlí sl. óskað eftir því við nefndina að tekið verði frá svæði í Torfabót fyrir útilistaverk ofl. eftir umræðu um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir nánari hugmyndum um útfærslu fyrir svæðið og vill í framhaldi koma á fundi með listamanninum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 215. fundur - 05.05.2020

Fulltrúi skipulags- og umhverfisnefndar ásamt fulltrúa menningarnefndar áttu fund með listamanninum Liston vegna hugmynda um afmarkað svæði í Torfabót undir listaverk. Málið var einnig tekið fyrir á 201. fundi nefndarinnar þann 11. júlí 2019.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afmarka svæði í Torfabót í samræmi við framkomnar óskir menningarnefndar.
Nefndin leggur áherslu á við menningarnefnd að tryggt verði að svæðið verði ávallt snyrtilegt, öruggt og að listaverkin séu víkjandi ef til þess kæmi.