Lögð fram gögn vegna Snæfellingshallarinnar. Eigendafundur um fjárhagslegt uppgjör og ákvarðanir er fyrirhugaður 2. mars nk. og óskað hefur verið eftir tveimur fulltrúum frá Grundarfjarðarbæ.
Lagt til að Björg Ágústsdóttir og Hinrik Konráðsson verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundinum. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn Snæfellingshallarinnar ehf. verði jafnframt þátttakendur í fundinum.
Bæjarráð lítur svo á að um upplýsingafund sé að ræða. Ákvarðanir sem taka þarf í félaginu um þau atriði sem lúta að fjármálum og uppgjörum þarf alltaf, hvað varðar eignarhlut Grundarfjarðarbæjar, að leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til ákvörðunar.
Bæjarráð óskar eftir ársreikningum Snæfellingshallarinnar ehf. frá upphafi til ársins 2017.
Lögð fram ýmis gögn vegna Snæfellingshallarinnar ehf.; ósk Hesteigendafélags Grundarfjarðar um uppgjör vegna stofnframlags Grundarfjarðarbæjar til Snæfellingshallarinnar ehf., dags. 11. febrúar 2020, og síðari samskipti, einkum í tölvupósti, auk stofnsamnings, samþykkta og gagna frá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar.
Jafnframt lögð fram tillaga að samkomulagi við Hesteigendafélag Grundarfjarðar vegna reiðskemmu, í samræmi við umræður á 560. fundi bæjarráðs og samtal á þeim fundi við endurskoðanda bæjarins.
Í fyrirliggjandi drögum að samkomulagi er tillaga um hluti og uppgjör vegna Snæfellingshallarinnar ehf. Grundarfjarðarbær er eigandi að 15,75% hlutar í félaginu, alls 242.393 kr. nafnverðshluti. Upphaflega hafði Grundarfjarðarbær samþykkt að leggja til 7 millj. kr. vegna byggingar reiðskemmu. Framlag bæjarins skyldi greiðast skv. nánara samkomulagi. Innborganir Grundarfjarðarbæjar voru inntar af hendi til félagsins þann 03.06.2013, 2 millj. kr., þann 19.07.2016, 2,5 millj. kr. og þann 20.02.2017, 2 millj. kr. Alls voru því greiddar 6,5 millj. kr. til félagsins. Við þessar greiðslur skv. uppgjöri, virðist hafa verið gengið út frá því að 500.000 kr. hafi áður verið greiddar, sem reikna má með að hafi verið álitið framlag við stofnun hlutafélags um Snæfellingshöllina, sumarið 2007. Gögn sýna ekki fram á að svo hafi verið, Hesteigendafélagið hefur óskað eftir að það verði greitt, og fellst bæjarstjórn á það.
Hesteigendafélagið hefur að auki óskað eftir fullri greiðslu verðbóta aftur til ársins 2010, á framlag bæjarins að frádregnum þeim greiðslum sem áður eru taldar upp. Skilmálar vegna uppgjörs og við greiðslur bæjarins til Snæfellingshallarinnar ehf. eru ekki að öllu leyti skýrir eða rekjanlegt hvort fullar verðbætur hefði átt að greiða eða ekki.
Með hliðsjón af framansögðu og m.t.t. framtíðaruppbyggingar sem Hesteigendafélagið hyggur á, er lagt til að Grundarfjarðarbær gefi eftir hlut sinn í Snæfellingshöllinni ehf. til Hesteigendafélags Grundarfjarðar. Miðað við upplýsingar endurskoðanda bæjarins er gert ráð fyrir að hluturinn sé á bilinu 3,5 til 4,5 millj. kr. að upplausnarvirði á móti skuld bæjarins við Hesteigendafélagið. Í yfirfærslu hlutarins felst uppgjör, skv. ofangreindu, milli bæjarins og Hesteigendafélagsins. Eftir undirritun samkomulagsins ætti hvorugur kröfu á hinn.
Lagt til að Björg Ágústsdóttir og Hinrik Konráðsson verði fulltrúar Grundarfjarðarbæjar á fundinum. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn Snæfellingshallarinnar ehf. verði jafnframt þátttakendur í fundinum.
Bæjarráð lítur svo á að um upplýsingafund sé að ræða. Ákvarðanir sem taka þarf í félaginu um þau atriði sem lúta að fjármálum og uppgjörum þarf alltaf, hvað varðar eignarhlut Grundarfjarðarbæjar, að leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til ákvörðunar.
Bæjarráð óskar eftir ársreikningum Snæfellingshallarinnar ehf. frá upphafi til ársins 2017.
Samþykkt samhljóða.