Málsnúmer 2003009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 214. fundur - 26.03.2020

Fastafl ehf. sækir um lóðirnar við Ölkelduveg 29-31.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Fastafli ehf. lóðunum við
Ölkelduveg 29-31.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa og/eða bæjarstjóra að leiðbeina umsækjanda um framhaldið, sbr. fyrirspurn hans í umsókn.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 220. fundur - 18.08.2020

Fastafl ehf. óskar eftir að úthlutun lóða yfirfærist á Fastafl Þróunarfélag ehf. vegna breytinga á eignarhaldi í félaginu.

Einnig er lögð fram hugmynd frá þeim um að sameina lóðir nr. 29 og 31 og byggja á þeim 5 íbúða raðhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við færslu á úthlutun lóða til Fastafls Þróunarfélags ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir teikningum af framkomnum hugmyndum er varða 5 íbúða raðhús á umræddum lóðum.

Nefndin leggur til að í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á deiliskipulagi Ölkeldudals sbr. lið 4 á þessum fundi verði tekið tillit til óska framkvæmdaraðila. Ennfremur að í þeirri vinnu verði lóðanúmerum við ofanverðan Ölkelduveg breytt.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 234. fundur - 01.03.2022

Fastafl Þróunarfélag ehf. óskar eftir áframhaldandi úthlutun lóða við Ölkelduveg 29-37. Í framlögðu erindi fyrirtækisins kemur fram að verkframkvæmdir hafa tafist vegna ástands í samfélaginu og annars verkefnaálags, en áfram standi til að hefja framkvæmdir á lóðunum.

Gerð var óveruleg breyting deiliskipulags á lóðunum, að beiðni lóðarhafa, þannig að byggja megi 5 raðhús á 2 samliggjandi lóðum, sbr. grunnmynd með hugmyndum um nýtingu og húsagerð sem lóðarhafi lagði fram. Af hálfu Grundarfjarðarbæjar var samhliða gerð breyting á legu göngustígs, stærðum lóða nr. 21 og 23 og lóðarnúmerum hinna úthlutuðu lóða. Breytingin var staðfest af bæjarstjórn í apríl 2021. Á svipuðum tíma var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og bæjarstjóri reifuðu málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni Fastafls Þróunarfélags ehf. um framlengingu á úthlutun lóða við Ölkelduveg 29-37 til og með 30. júní 2022 með vísan í röksemdafærslu lóðarhafa fyrir töfum á framkvæmdum, í samræmi við grein 3.5 í samþykkt bæjarins um úthlutun lóða í Grundarfirði og með hliðsjón af því að engin fyrirspurn hefur borist um þessar lóðir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum af fimm. RJK sat hjá.