Málsnúmer 2003018

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

Bæjarstjóri kynnti viðbragðsáætlun Grundarfjarðarbæjar vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19, 1. útgáfu, sem gefin var út og birt á vef bæjarins þann 10. mars sl. Viðbragðsáætlunin á að vera stjórnendum Grundarfjarðarbæjar til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að leiða af dreifingu kórónaveirunnar (mars 2020).

Til að fylgja eftir viðbragðsáætluninni hafa bæjarstjóri og forstöðumenn stofnana Grundarfjarðarbæjar sett saman aðgerðaáætlun, til leiðbeiningar fyrir stjórnendur og starfsfólk bæjarins. Í henni eru skilgreindar þær ráðstafanir sem gerðar eru í stofnunum og starfsemi Grundarfjarðarbæjar, annars vegar til að varna sem mest útbreiðslu og draga úr áhrifum veirunnar og hins vegar til að undirbúa skerta starfsemi, en með eins lítilli röskun og hægt er miðað við aðstæður. Aðgerðaáætlunin er í stöðugri endurskoðun.

Bæjarstjóri fór yfir aðgerðaáætlunina. Rætt sérstaklega um fundi á vegum bæjarins og fyrirkomulag þeirra.

Bæjarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti þær ráðstafanir sem snúast um fundi. Bæjarstjórn heimilar að fundir nefnda og ráða, auk funda bæjarstjórnar sjálfrar, megi fara fram sem fjarfundir, ef nauðsyn krefur, í samræmi við væntanlega breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóri sagði jafnframt frá fundum með almannavarnanefnd Vesturlands.

Bæjarráð - 553. fundur - 02.09.2020

Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína í fjarfundi, í samræmi við heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. nóvember nk.

Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefna samþykkt bæjarstjórnar á grunni fyrri heimildar ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020


Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína sem fjarfundi, í samræmi við nýja heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. mars 2021. Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefnar samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs á grunni fyrri sambærilegra heimilda ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Lagt til að bæjarstjórn samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína sem fjarfundi, í samræmi við nýja heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 31. júlí 2021. Málið er til kynningar undir lið 18 á dagskrá fundarins.

Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefnar samþykktir bæjarstjórnar og bæjarráðs á grunni fyrri sambærilegra heimilda ráðherra.

Samþykkt samhljóða.