Málsnúmer 2010028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 557. fundur - 22.10.2020

Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2020.

Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2021.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 559. fundur - 05.11.2020

Lögð fram gögn varðandi þjónustugjaldskrár bæjarins.

Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020

Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna við breytingar á gjaldskrám ásamt samanburði.

Lagt til að þjónustugjaldskrár 2021 hækki um 2,5%.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2020 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga.

Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2021 fela í sér 2,5% hækkun frá árinu 2020.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða.