Málsnúmer 2011034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Lagðar fram til kynningar fundargerðir starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála á Vesturlandi, sem haldnir voru 28. september og 12. október sl. Jafnframt lögð fram skýrsla um matarsóun og tillögur til úrbóta.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála á Vesturlandi. Boðað hefur verið til eigendafundar þann 1. febrúar nk. um málið.

Bæjarstjórn - 246. fundur - 11.02.2021

Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumótun Sorpurðunar Vesturlands hf. (SV) ásamt fundargerð eigendafundar SV sem haldinn var 1. febrúar sl.

Til máls tóku JÓK, UÞS og RG.

Bæjarstjórn þakkar fyrir vinnu hópsins og fellst fyrir sitt leyti á þær tillögur og framtíðarsýn sem fram koma í skýrslu starfshópsins.

Samþykkt samhljóða.