Málsnúmer 2011055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Rætt um setningu vinnureglna sveitarfélaga varðandi opinbera birtingu gagna með fundargerðum.

Lagt til að skrifstofustjóra verði falið að afla vinnureglna hjá öðrum sveitarfélögum fyrir janúarfund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021


Lagðar fram verklagsreglur sjö sveitarfélaga um birtingu gagna með fundargerðum stjórna og ráða.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að gera drög að verklagsreglum Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021

Lagðar fram reglur nokkurra sveitarfélaga um birtingu gagna með fundargerðum á vef. Jafnframt lögð fram drög að reglum Grundarfjarðarbæjar um birtingu gagna með fundargerðum á vef Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að reglum, sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn á næsta fundi, í mars.

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

Lögð fram drög að reglum um opinbera birtingu gagna með fundargerðum. Reglurnar ná til fundargerða bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda bæjarins. Bæjarráð samþykkti drögin á fundi sínum þann 22. febrúar sl. Smávægilegar breytingar eru gerðar á þeim drögum.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Reglur um birtingu gagna með fundargerðum. Framkvæmd reglnanna er í þróun og ef upp koma álitamál er bæjarráði falin úrlausn þeirra.