Málsnúmer 2012003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Herborg Árnadóttir hjá Alta sat fundinn undir þessum lið.

Farið yfir stöðu vinnunnar við hönnun gangstétta og stíga. Herborg sýndi glærukynningu með hugmyndum og tillögum sem nýtast við forgangsröðun verkþátta.

Bæjarráð leggur til að verkþættir verði kostnaðarmetnir. Bæjarstjóra falið að láta kostnaðarmeta verkþætti verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Herborg Árnadóttir - mæting: 16:35

Skipulags- og umhverfisnefnd - 225. fundur - 17.02.2021

Fram hefur farið, fyrir bæjarstjórn, greining Alta á rými í götum (götukassar) í þéttbýli og unnar tillögur um hvernig megi koma fyrir breiðari gangstéttum og stígum fyrir hjólandi umferð, samhliða. Einnig hefur verið unnið að útfærslu á göngustígum við austanverða og vestanverða Grundargötu og að göngustíg frá þéttbýli að Kirkjufellsfossi.
Til stendur að hafa sameiginlegan fund nefndarinnar með bæjarfulltrúum, til að kynna þessar tillögur.
Til upplýsinga

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021Lagðar fram tillögur sem Alta hefur unnið fyrir Grundarfjarðarbæ að rýmum í "götukassa", þ.e. svæði fyrir gangstéttar og hjólreiðastíga og svæðis fyrir aðra fararmáta, s.s. rafknúin hjól, rafskutlur o.fl. Einnig framsetning á stígum út fyrir bæinn, í samræmi við viðræður bæjarstjóra við Vegagerðina.

Farið var ítarlega yfir tillögurnar og lagðar grófar línur um forgangsröðun vegna undirbúnings og kostnaðargreiningar framkvæmda sem bæjarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi vinna nú að.

Til áframhaldandi úrvinnslu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 227. fundur - 12.04.2021

Bæjarstjóri kynnti vinnu sem staðið hefur yfir við verkefnið "Grænn og gönguvænn Grundarfjörður", sem byggir á markmiðum aðalskipulags.

Síðan á síðasta ári hefur bæjarráð/bæjarstjórn unnið að greiningu á ástandi gangstétta, stíga og umferðartenginga í bænum. Rýnt var í rými í götum (götukassar) í þéttbýli og í framhaldinu unnar tillögur um hvernig megi koma fyrir breiðari gangstéttum og stígum fyrir hjólandi umferð, samhliða gangandi. Einnig hefur verið unnið að útfærslu á tengingum og göngustígum, m.a. við austanverða og vestanverða Grundargötu og að göngustíg frá þéttbýli að Kirkjufellsfossi.

Nú stendur yfir frekari hönnun þeirra hugmynda sem unnið hefur verið að.
Stefnt er að sameiginlegum fundi nefndarinnar með bæjarfulltrúum, til að kynna þessar tillögur frekar, þegar hönnun liggur endanlega fyrir.

Bæjarráð - 572. fundur - 22.07.2021

Fyrir liggja fundargerðir vegna opnunar verðboða í tveimur verðkönnunum vegna gangstétta.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður eftirfarandi verðkannana sem gerðar eru vegna framkvæmda við gangstéttar og opnuð voru í dag:

- "Gangstéttar, undirvinna - 2021"
Um er að ræða rif á gömlum gangstéttum og undirvinnu undir malbikun á nýjum gangstéttum.
Tilboð bárust frá Kjartani Elíassyni og Dodds ehf.

- "Gangstéttar á Grundargötu - 2021; steyptar gangstéttar með undirvinnu"
Um er að ræða rif á gömlum gangstéttum og graseyjum, og uppsteypu á nýjum gangstéttum.
Tilboð bárust frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf. og Þ.G.Þorkelsson verktökum ehf.

Tilboðin eru í yfirlestri hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og mun hann skila niðurstöðum síðar í dag.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum í samræmi við niðurstöður tilboða og/eða gera aðrar ráðstafanir út frá niðurstöðum, eftir yfirferð.

Samþykkt samhljóða.