Málsnúmer 2101020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi Veitna og Grundarfjarðarbæjar sem haldinn var 13. janúar sl. Bæjarstjóri sagði frá samskiptum við Veitur í framhaldi af fundinum.

Bæjarstjórn - 246. fundur - 11.02.2021

Lagðir fram til kynningar minnispunktar Veitna ohf. um málefni vatnsveitu, í framhaldi af fundi 13. janúar sl.

Í minnisblaðinu er að finna yfirlit yfir helstu framkvæmdir á vegum Veitna við vatnsveituna í Grundarfirði, frá 2005, sem unnar hafa verið til þess að styrkja og bæta rekstur veitunnar. Fram kemur að reksturinn hafi almennt gengið vel, lítið sé um bilanir eða önnur frávik í rekstrinum sem valdið geti viðskiptavinum óþægindum.

Fram kemur m.a. að til að tryggja sem best gæði vatnsins verði tvö lýsingartæki tekin í notkun á þessu ári á vatnstökusvæðinu á Grund. Lýsing sé nýtt til þess að tryggja gæði vatns með því að koma í veg fyrir að fjöldi örvera í neysluvatni verði of mikill. Örverur, eins og jarðvegsgerlar, geta náð ofan í grunnvatnið við sérstakar veður- og umhverfisaðstæður og borist þaðan í neysluvatnsborholur. Í minnisblaðinu segir að lýsing sé ekki hreinsiaðferð heldur einungis aðferð sem hafi áhrif á kjarnsýrur örvera og geri þær óvirkar. Eiginleikar vatns breytist ekki við lýsingu. Lýsing vatns sé mikið notuð um víða veröld og hjá íslenskum vatnsveitum. Veitur hafi lýst vatn úr opnum vatnsbólum lengi, m.a. á Akranesi, Reykholti, Stykkishólmi og í Borgarnesi og hluti neysluvatns Reykvíkinga er lýstur.

Til máls tóku JÓK, RG, SÞ og BÁ.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Veitum ohf. um fjarvarmaverkefnið sem unnið er að. Fyrirhugaður er fjarfundur með fulltrúum Veitna og bæjarfulltrúum þann 17. febrúar nk.

Allir tóku til máls.