Málsnúmer 2104007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 568. fundur - 02.06.2021

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir liðum 7 og 8 gegnum fjarfundabúnað.

Lögð fram beiðni starfsmanns leikskólans um 50% launað námsleyfi næsta vetur. Jafnframt lagðar fram reglur um námsstyrki til starfsfólks Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra, sem bæjarstjórn samþykkti árið 2020.

Ennfremur lagður fram útreikningur á áætluðum kostnaði við námsstyrki starfsfólks í námi á Leikskólanum Sólvöllum veturinn 2021-2022.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í að skoða það með skírskotun til þess svigrúms sem gildandi reglur um námsstyrki veita.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið, ásamt leikskólastjóra, að afla upplýsinga um atriði sem fram komu í umræðunni og nauðsynlegt er að liggi fyrir við afgreiðslu erindisins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Anna Rafnsdóttir - mæting: 18:00

Bæjarráð - 569. fundur - 22.06.2021

Lagður fram kostnaðarútreikningur vegna beiðni um launað námsleyfi starfsmanns í Leikskólanum Sólvöllum.

Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í samræmi við reglur Grundarfjarðarbæjar um styrki vegna námsleyfa, sem umreiknað hefur verið til stöðuhlutfalls skv. fyrirliggjandi gögnum.

Í samræmi við reglurnar verði undirritaður samningur skv. 4. gr. reglnanna lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 573. fundur - 26.08.2021

Lagður fram til staðfestingar námssamningur við starfsmann leikskólans, sbr. afgreiðslu á fundi bæjarráðs 22. júní sl.
Fyrirliggjandi samningur samþykktur samhljóða.