Málsnúmer 2109024

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 16. fundur - 05.10.2021

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2022.

Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Sorpgjald hækki í samræmi við aukinn kostnað við málaflokkinn. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 576. fundur - 11.10.2021

Lagður fram samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga ásamt gjaldskrám ársins 2021. Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við áætlaðar kostnaðarhækkanir ársins 2021 og 2022.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 577. fundur - 18.10.2021

Frekari gögn lögð fram og verða tekin fyrir á næsta fundi.

Bæjarráð - 578. fundur - 01.11.2021

Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna vegna breytingar á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og tillögum um hækkun á gjaldskrám.

Gerð tillaga um breytingar á þjónustugjaldskrám, en endanlegum frágangi vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 579. fundur - 08.11.2021

Framhald umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagt fram yfirlit yfir breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og yfirliti sem sýnir kostnaðarskiptingu milli bæjarins og foreldra. Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð.

Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022 samþykktar samhljóða og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2021 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga og yfirlit yfir hlutfall kostnaðar bæjarins og foreldra. Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2022 fela í sér í jafnaði 4,5% hækkun frá árinu 2021.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

Ennfremur lögð fram gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar frá 1. janúar 2022.

Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 580. fundur - 12.12.2021

Farið yfir rekstraryfirlit og áætlun vegna leiguíbúða I og II, íbúðir við Hrannarstíg.

Bæjarráð gerir þann fyrirvara við gjaldskrár ársins 2022 að fjárhæð innheimtrar leigu vegna íbúðanna verðir endurskoðuð, m.t.t. raunverulegs kostnaðar við rekstur íbúðanna.

Jafnframt felur bæjarráð skipulags- og umhverfissviði að skoða upptöku á tengigjaldi fráveitu í núverandi gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 254. fundur - 14.12.2021

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2021 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga. Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2022 fela í sér 4,5% hækkun frá árinu 2021.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022, með þeim fyrirvörum sem lagðir voru til á 580. fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.