579. fundur 08. nóvember 2021 kl. 16:30 - 22:18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Framhald umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagt fram yfirlit yfir breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og yfirliti sem sýnir kostnaðarskiptingu milli bæjarins og foreldra. Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð.

Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2022 samþykktar samhljóða og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2022

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Framhald umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagðar fram umsóknir sem bárust um styrki vegna ársins 2022 og samantekið yfirlit þeirra ásamt greinargerðum.

Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs.

GS vék af fundi undir málefnum golfklúbbsins.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Lögð fram ýmis fjárhagsgögn, óskalistar um fjárfestingar, ásamt drögum að fjárfestingaáætlun og rekstraráætlun ársins 2022.

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir umræðu um fjárfestingaáætlun.

Fjárhagsáætlun 2022 vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Fannar Þór Þorfinnsson - mæting: 16:30

4.Almannavarnarnefnd Vesturlands - Fundur með sóttvarnarlæknum HVE 29.10.2021

Málsnúmer 2111007Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 29. október sl.

5.Almannavarnanefnd Vesturlands - Fundur með sóttvarnarlæknum HVE 21.09.2021

Málsnúmer 2111006Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 21. september sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:18.