Málsnúmer 2110016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 252. fundur - 14.10.2021

Lagt fram bréf frá Mannviti, dags. 17. september, varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi. Svæðisáætlunin er lögð fram til kynningar á grundvelli 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og óskað eftir athugasemdum innan 6 vikna, eða fyrir 29. október nk.

Lagt til að bæjarstjóra og bæjarráði verði veitt umboð til að að veita umsögn bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Lagt fram kynningarbréf um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, unnið af Mannviti sem umhverfismat að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið. Óskað er eftir umsögn um tillöguna fyrir 21. janúar nk.

Bæjarstjórn felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs yfirlestur og umsögn um tillöguna og tekur hana að því búnu til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 591. fundur - 25.08.2022

Í framhaldi af bókun bæjarstjórnar í janúar 2022, er hér formlega bókuð afgreiðsla:

Lagt til að sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 verði samþykkt af hálfu Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.