Málsnúmer 2111024

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 16. nóvember sl. Í honum er kynnt auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga vegna Covid-19. Um tímabundna heimild er að ræða til að halda megi fjarfundi. Heimildin er sambærileg fyrri heimildum/auglýsingum ráðherra og gildir nú til 31. janúar 2022.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Auglýsing ráðherra um tímabundna heimild til fjarfunda var lögð fyrir fund bæjarstjórnar í nóvember. Heimild ráðherra gildir til loka janúar, en væntanlega mun koma ný sambærileg heimild.

Lagt til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi viðbótarbókun:

Svo að tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar og fastanefnda Grundarfjarðarbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku, samþykkir bæjarstjórn að heimilt sé að fundir bæjarstjórnar og hjá fastanefnda bæjarins verði haldnir sem fjarfundir, eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem um slíka fundi gilda hverju sinni.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Lagt til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

Svo að tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar og fastanefnda Grundarfjarðarbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku, samþykkir bæjarstjórn að heimilt sé að fundir bæjarstjórnar og hjá fastanefndum bæjarins verði haldnir sem fjarfundir, eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem um slíka fundi gilda hverju sinni.

Samþykkt samhljóða.