Málsnúmer 2201005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 581. fundur - 12.01.2022

Til stóð að eiga samtal við fulltrúa UMFG, en vegna forfalla varð ekki af því.

Fundinn verður nýr tími fyrir samtal við UMFG.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson

Bæjarráð - 582. fundur - 14.01.2022

Gestir fundarins eru Sigríður G. Arnardóttir formaður UMFG og Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar.
Formaður bauð þau velkomin.

Tilgangur samtalsins er að fara yfir stöðu og starfsemi UMFG og samskipti félags og bæjarins.

Formaður sagði að bæjarstjórn ynni að því að styðja betur við íþróttastarf og samstarf í íþróttamálum. Ráðinn hefði verið íþrótta- og tómstundafulltrúi í lok síðasta árs, sem mun auðvelda aukið samstarf bæjarins við íþrótta- og æskulýðsfélögin.

Sirrý fór yfir fjárhagslega stöðu og kostnað í rekstri UMFG. Á síðasta ári fór félagið af stað með rafíþróttir, sem í boði eru fyrir börn og ungmenni. Rafíþróttadeildin er nýjung og hefur farið vel af stað. Bæjarstjórn lagði félaginu til húsnæði undir starfsemina að Borgarbraut 18.

Farið var yfir framtíðarsýn og fjölmörg tækifæri til samstarfs og samlegðar í íþróttamálum. Farið var yfir samstarfsfleti sem tengjast notkun UMFG á íþróttahúsi og íþróttavelli, notkun vallarins, aðstöðu í íþróttahúsi, tæki og áhöld og fleira.

Vilji er til þess að gera samstarfssamning, þar sem kveðið væri á um skyldur og verkefni bæjarins og félagsins. Slíkur samningur myndi veita meiri fyrirsjáanleika fyrir samningsaðila. Ákveðið var að skoða það nánar og mun Sirrý formaður taka þetta upp við UMFG og í framhaldinu vera í sambandi við íþróttafulltrúa.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd mun ennfremur verða sett inní þetta mál.

Bæjarráð þakkar stjórn UMFG fyrir vel unnin störf og Sirrý fyrir komuna á fundinn.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigríður G. Arnardóttir formaður UMFG

Íþrótta- og tómstundanefnd - 103. fundur - 20.01.2022

Vísað er til umræðu bæjarráðs við formann UMFG á 582. fundi ráðsins þann 14. janúar sl. um málefni félagsins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá umræðum bæjarráðs við formann UMFG, en íþrótta- og tómstundafulltrúi sat einnig þennan fund bæjarráðs. Á fundinum var viðruð hugmynd um samstarfssamning milli bæjarins og UMFG, þar sem kveðið væri á um skyldur og verkefni samningsaðila. UMFG skoðar það nú nánar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd telur að slíkur sé mjög jákvæður fyrir báða aðila og styður þessa hugmynd.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 104. fundur - 21.02.2022

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti viðræður um samstarfssamning bæjarins og UMFG.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá viðræðum bæjarráðs í janúar sl. við formann UMFG um mögulegan samning UMFG og Grundarfjarðarbæjar. Um væri að ræða samning til nokkurra ára og í honum yrði kveðið á um verkefni og ábyrgð samningsaðila.
Málið er í skoðun hjá stjórn UMFG.

Nefndarmönnum leist vel á gerð slíks samnings.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd verður upplýst um framgang málsins.