104. fundur 21. febrúar 2022 kl. 16:15 - 19:44 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir öllum dagskrárliðum, nema lið 2, þar sem hún sat fundinn að hluta til.

1.Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd

Málsnúmer 1810006Vakta málsnúmer

Garðar Svansson formaður Golfklúbbsins Vestarrs Grundarfirði kom inn á fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.
Garðar kynnti stöðu og framtíðarsýn golfklúbbsins. Góðar umræður sköpuðust um starfsemi golfklúbbsins og helstu áskoranir hans.

Garðari var þakkað fyrir góða kynningu og fyrir hans óeigingjarna starf í þágu golfklúbbsins.

Kynningargögn og fylgigögn eru lögð inní málaskrá og undir þennan dagskrárlið fundarins.

Gestir

  • Garðar Svansson - mæting: 16:15

2.Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðsmála

Málsnúmer 2201019Vakta málsnúmer

Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.
Á síðasta fundi var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna frekari möguleika á framkvæmd og kostnaði við gerð kynningarmyndbands um þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru í Grundarfirði.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur átt samtöl við Tómas Frey um myndbandsgerð og fóru fram góðar umræður um mögulega útfærslu á slíku, um efnistök og um markhópa.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd felur Tómasi að setja saman hugmynd að útfærslu, í samræmi við umræður á fundinum.

Tómasi var þakkað fyrir hans innlegg og komuna á fundinn.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson - mæting: 16:45

3.Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd

Málsnúmer 1810006Vakta málsnúmer

Jón Pétur Pétursson formaður Skotfélags Snæfellsness kom inn á fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.

Jón Pétur kynnti stöðu og framtíðarsýn skotfélagsins. Góðar umræður sköpuðust um starfsemi skotféalgsins og helstu áskoranir hans.

Jóni Pétri var þakkað fyrir góða kynningu og fyrir hans óeigingjarna starf í þágu félagsins.

Kynningargögn og fylgigögn eru lögð inní málaskrá og undir þennan dagskrárlið fundarins.

Gestir

  • Jón Pétur Pétursson - mæting: 18:00

4.UMFG - Samtal um stöðu og verkefni

Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti viðræður um samstarfssamning bæjarins og UMFG.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá viðræðum bæjarráðs í janúar sl. við formann UMFG um mögulegan samning UMFG og Grundarfjarðarbæjar. Um væri að ræða samning til nokkurra ára og í honum yrði kveðið á um verkefni og ábyrgð samningsaðila.
Málið er í skoðun hjá stjórn UMFG.

Nefndarmönnum leist vel á gerð slíks samnings.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd verður upplýst um framgang málsins.

5.Sumarnámskeið 2022

Málsnúmer 2202016Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær hefur haldið úti sumarnámskeiðum fyrir börn í 4-5 vikur að sumri, nánar tiltekið fyrri hluta júní og fyrri hluta ágústmánaðar.
Góðar umræður fóru fram um skipulag sumarnámskeiða, samstarf við félagasamtök og samræmingu tómstundastarfs, í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd lagði til að auglýst verði eftir umsjónarfólki sumarnámskeiða sem fyrst.

6.Vinnuskóli 2022

Málsnúmer 2202015Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær heldur úti vinnuskóla að sumri til fyrir unglinga, í 8.-10. bekk, og síðustu sumur einnig fyrir 7. bekk. Vinnuskólinn hefur staðið yfir í 5-6 vikur, en 3 vikur fyrir yngstu þátttakendurna.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd ræddi fyrirkomulag vinnuskóla og verkefnaval.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins og næstu skref. Auglýst verður eftir umsjónarmönnum vinnuskóla fljótlega.

7.Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar sl. að hefja innleiðingu verkefnis um barnvænt sveitarfélag, sem UNICEF á Íslandi sér um, fyrir hönd félags- og barnamálaráðuneytis.

Stefnt er að undirritun samkomulags um verkefnið, með barnamálaráðherra og Unicef þann 11. mars nk.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu og næstu skref.

Á fundi þann 10. febrúar sl. voru tilnefndir tveir fulltrúar úr bæjarstjórn í starfshóp um Barnvænt sveitarfélag.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur unnið að því að finna fulltrúa barna og ungmenna í starfshóp verkefnisins og í ungmennaráð bæjarins. Auk þess verða starfsmenn bæjarins í þeim hópi.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar þessu framtaki um barnvænt sveitarfélag.

8.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Rætt var um stöðu á framkvæmdum í Þríhyrningi, fjölskyldu- og útivistarsvæði.

Búið er að setja upp öll leiktæki sem keypt voru í Þríhyrninginn, en eftir er að fylla að tækjunum með "perlumöl" sem valin er sem fallvörn kringum leiktækin. Ekki náðist að fylla upp með efninu, áður en snjóþyngsli lögðust yfir svæðið.

Rætt var um gerð og uppsetningu skiltis/skilta í Þríhyrning, til að segja sögu svæðisins.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna og undirbúa vinnu við hönnun og uppsetningu söguskilta í Þríhyrninginn. Skiltin höfði sérstaklega til barna og unglinga.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:44.