Málsnúmer 2201034

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna dags. 28. janúar sl. um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt þeirra til þátttöku og áhrifa.

Bæjarráð vísar bréfinu til skoðunar og úrvinnslu hjá umsjónarmanni verkefnisins um barnvænt sveitarfélag og tilvonandi stýrihópi.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Lagt fram til kynningar bréf Umboðsmanns barna dags. 28. janúar sl.

Í bréfinu áréttar Umboðsmaður barna að sveitarfélögum ber skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana sinna á börn og að slíkt mat ætti ávallt að fara fram á fyrstu stigum umræðu eða ákvarðanatöku. Mat á áhrifum (ákvarðana) á börn sé liður í því að kanna hvort ákvörðunin samræmist 3. gr. Barnasáttmálans, sem kveður á um að það sem börnum er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang, þegar gerðar eru
ráðstafanir sem varða þau.
Ennfremur áréttar Umboðsmaður að sveitarfélögum beri skylda til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.

Umboðsmaður barna hvetur sveitarfélög til þess að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa og til að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmálans í allri framkvæmd og ákvarðanatöku á vettvangi þeirra.
Bæjarstjórn vísar erindinu til kynningar til íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem er umsjónarmaður verkefnis um Barnvænt sveitarfélag, og til væntanlegs stýrihóps um verkefnið.

Ungmennaráð - 9. fundur - 11.10.2023

Lagt fram og kynnt bréf frá Umboðsmanni barna um áhrif ákvarðana sveitarfélaga á börn.