Málsnúmer 2202008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Rætt um fyrirhugaða kynningarfundi fyrir nýja íbúa, erlenda sem innlenda, sem eru í undirbúningi.

Lagt er til að útbúið verði kynningarefni fyrir nýja íbúa, þar sem kynnt er helsta þjónusta bæjarins. Einblöðungur sem sendur yrði á hvern nýjan íbúa sem flytur í bæinn.

Bæjarráð óskar eftir því við menningarnefnd að hún taki málefnið til umfjöllunar og geri tillögur að útfærslu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 584. fundur - 03.03.2022

Á döfinni eru fundir og vinna í verkefni sem bærinn er þátttakandi í "Let´s come together" þar sem unnið verður með íbúum af erlendum uppruna. Markmiðið er að auka tengsl á milli íbúa í samfélaginu.

Fyrsti fundur er fyrirhugaður þann 8. mars nk.
Sjá slóð á hóp á Facebook verkefnisins hér:
https://www.facebook.com/groups/969867807222711/

Bæjarstjóri kynnti málið.

Menningarnefnd - 33. fundur - 26.04.2022

Þurí sagði frá "Let´s come together" verkefninu, sem ætlað er fyrir íbúa af erlendum uppruna. Grundarfjarðarbær og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes eru samstarfsaðilar, en Alicja Chajewska og Sigurborg Kr. Hannesdóttir leiða verkefnið.

Einnig sagði hún frá því að hafin væri vinna við að gera myndbönd til kynningar á Grundarfirði (mannlíf og þjónusta) - en verið er að kanna áhuga fyrirtækja um samstarf með Grundarfjarðarbæ um gerð þeirra og kostnaðarþátttöku.

Ennfremur er í undirbúningi að vinna kynningarblað sem allir nýir íbúar sem flytja í Grundarfjörð fá afhenta, þegar þeir flytja í bæinn.