Málsnúmer 2202018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 584. fundur - 03.03.2022

Kynntar upplýsingar um barnamenningarverkefnið List fyrir alla.
Sjá nánar:
https://listfyriralla.is/umsokn/
Fylgiskjöl:

Skólanefnd - 161. fundur - 05.04.2022

Lagt fram fréttabréf SSV og erindi um "List fyrir alla".

Einnig var rætt um að í gær rann út frestur til að sækja um styrk í Barnamenningarsjóð, en sótt er um til Rannís. Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hefði sótt um styrk í Barnamenningarsjóð til að efla listgreinar í dagskrá sumarnámskeiðs fyrir börn í 1.-4. bekk.

Menningarnefnd - 33. fundur - 26.04.2022

Lagt er til að sótt verði um styrk í "List fyrir alla - Barnamenningarsjóð" á næsta ári til að halda barnamenningarhátíð í Grundarfirði vorið 2023.
Fylgiskjöl:

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Lagður fram undirritaður samningur við Barnamenningarsjóð um 2ja millj. kr. styrk til sumarnámskeiða fyrir börn, þar sem list og menning er þemað.

Bæjarstjórn fagnar styrkveitingunni.